Olíuverð lækkar umtalsvert

Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York.

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag, annan daginn í röð. Er þetta rakið til upplýsinga, sem birtar voru í gær um eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum og sýndu að birgðir hráolíu, bensíni og húshitunarolíu hafa vaxið.

Hráolíutunna lækkaði um 3,08 dali á markaði í New York og var verðið 65,89 dalir fyrir tunnu, sem afhent verður í nóvember. Þá lækkaði einnig verð á bensíni og húshitunarolíu. 

Olíuverð hefur hækkað að undanförnu í samræmi við verðhækkun á hlutabréfamarkaði. Hins vegar þykir margt benda til þess, að samdráttur í einkaneyslu muni hafa veruleg áhrif á eftirspurn eftir olíu á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK