Ekki í bakherbergjum

Teymi.
Teymi.

„Við þurfum fyrst að fá yfirsýn yfir eignirnar áður en við getum hafið söluferli. Fyrst þurfum við að vita hvað við höfum í höndunum,“ segir Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, aðspurður hvenær til standi að selja eignir Vestia, dótturfélags Landsbankans.

Vestia heldur m.a. utan um 62,16 prósenta eignarhlut í Teymi, sem er móðurfélag Vodafone og á 51 prósents hlut í Tali.

Ásmundur segir að í einhverjum tilvikum geti það tekið nokkur ár að undirbúa eignirnar undir söluferli. „Flestar þær eignir sem teknar hafa verið yfir þurfa á endurskipulagningu að halda, bæði í fjármálum og rekstri. [...] Markaðsaðstæður þurfa líka að vera þannig að það séu einhverjir til að taka við þeim. Við megum ekki setja okkur of þröngar skorður. Við erum í þessu til þess að hámarka endurheimtur bankans,“ segir Ásmundur.

Hann segir að ef meiriháttar tilboð kæmi í eignarhlut Landsbankans í Tali í dag yrði það skoðað, en ekki liggi fyrir nægilega góðar upplýsingar til að verðleggja fyrirtækið. Ásmundur áréttar að verið sé að undirbúa félagið undir opið söluferli.

Síðasta þekkta viðskiptaverð með eignarhlut í Tali er verð á 32 prósenta hlut Jóhanns Óla Guðmundssonar og félags í hans eigu, Capital Plaza, sem Landsbankinn leysti til sín með skuldajöfnuði á 115 milljónir króna. Áhugasamir fjárfestar hafa þegar lýst yfir áhuga á fyrirtækinu og hefur einn slíkur, ónafngreindur sænskur fjárfestir, gert tilboð í hlutinn en hann lítur svo á að hann hafi ekki fengið afgerandi svar frá Landsbankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK