Bandarískir hagfræðingar fá Nóbelsverðlaun

Elinor Ostrom.
Elinor Ostrom.

Bandarísku hagfræðingarnir Elinor Ostrom og Oliver Williamson hljóta hagfræðiverðlaun Nóbels í ár fyrir starf sitt við greiningu á hagfræðilegri stjórnun. Ostrom er fyrsta konan, sem hlýtur þessi verðlaun en þau hafa verið veitt frá árinu 1969.

Í tilkynningu sænsku verðlaunanefndarinnar segir, að rannsóknir þeirra  Elinor Ostrom og Oliver Williamson sýni, að hagfræðirannsóknir geti varpað ljósi á flestar tegundir félagslegra samtaka.

Ostrom starfar við háskólann í Indiana en Williamson við Berkeley háskóla í Kalíforníu.  

Oliver Williamson.
Oliver Williamson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK