Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave

Systkinin Ajaana Arndis Kristjánsdóttir og Karl Magnús Kristánsson mótmæltu Icesave-lögunum …
Systkinin Ajaana Arndis Kristjánsdóttir og Karl Magnús Kristánsson mótmæltu Icesave-lögunum við Bessastaði mbl.is/Kristinn

Viðskiptaráð Íslands tekur að hugsanlega megi útfæra leið þar sem lífeyrissjóðirnir koma að samningaborðinu við úrlausn Icesave-deilunnar. Mikill ímyndarlegur ávinningur væri fólginn í því að greiða upp skuldbindingar með láni ríkissjóðs frá lífeyrissjóðunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Skoðun Viðskiptaráðs sem birt er á vef ráðsins í dag.

„Þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar sem nú standa yfir veita ýmsir grundvallarþættir íslenska hagkerfisins mikilvæga viðspyrnu sem munu vafalaust gagnast til að mýkja áhrif fjármálakreppunnar. Einn af þeim er lífeyrissjóðakerfið sem er hlutfallslega meðal þeirra stærstu í heiminum. Þetta má fyrst og fremst rekja til fjármögnunarfyrirkomulags þeirra, en víða erlendis eru lífeyrisskuldbindingar fjármagnaðar í gegnum skattkerfið jafnóðum í stað þess að greitt sé í sjóði líkt og tíðkast hér. Ávöxtun síðustu ára hefur að miklu leyti þurrkast út vegna hruns íslensku bankanna, en eftir stendur að miklar greiðslur hafa runnið og munu renna inn í kerfið og það stendur því ennþá sterkt.

Í dag er íslenskum launþegum skylt að leggja 12% af launum sínum inn í lífeyriskerfið. Til viðbótar er valkvæður séreignasparnaður en þar er atvinnurekendum skylt að leggja fram mótframlag að lágmarki 2%. Launafólk sem velur að safna séreignasparnaði greiðir því í heildina allt að 1! 8% launa sinna inn í kerfið. Heildariðgjöld inn í lífeyrissjóðakerfið árið 2008 námu tæplega 116 ma.kr. og iðgjöld umfram útgreiðslur námu um 62 ma.kr. Það er því ljóst að stór hluti launatekna landsmanna rennur inn í lífeyriskerfið til framtíðarávöxtunar. Fyrirkomulag og ráðstöfun lífeyrissjóðanna hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör í landinu.

Það væri óskynsamlegt að leggja í illa ígrundaðar kollsteypur á lífeyrissjóðakerfinu þrátt fyrir þær miklu þrengingar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mikilvægt að kanna alla fleti þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir til að efla viðnám hagkerfisins, án þess að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé ógnað. Þegar hefur verið ákveðið að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun stórframkvæmda samkvæmt stöðugleikasáttmála stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins. Aðkoma lífeyrissjóðanna getur bæði verið fjölþættari og umfangsmeiri ef slíkt er talið þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Hugmyndir í þá veru er mikilvægt að skoða fordómalaust og með hagsmuni komandi kynslóða í huga jafnt sem núverandi sjóðsfélaga," að því er fram kemur í Skoðun VÍ.

Skoðun Viðskiptaráðs Íslands í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK