Þörf á hækkun útlánavaxta

Íslensku viðskiptabankarnir þurfa bæði að hækka útlánsvexti og lækka innlánsvexti. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands sem kynnt var í gær, en í henni kemur jafnframt fram að nauðsynlegt er að frekari samþjöppun eigi sér stað á bankamarkaði.

Bankarnir búa við umtalsvert gjaldeyrismisvægi þar sem þeir fjármagna lán í erlendri mynt á lágum vöxtum með innlánum í íslenskum krónum. Þetta leiðir til minni vaxtamunar og dregur þar með úr arðsemi bankanna.

Til að snúa þessari þróun við þurfa innlánavextir að lækka og útlánavextir að hækka. Í skýrslunni er bent á að hægt sé að ná þessu fram með því að skuldbreyta erlendum lánum yfir í innlend óverðtryggð lán.

Í skýrslunni kemur fram að íslensku bankarnir þurfi ekki eingöngu að draga úr gengisbundnum lánum heldur þurfa þeir einnig að draga úr umsvifum.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK