Lengri frestur vegna Kaupþings

Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk. Fresturinn átti að renna út á morgun.

Samningar milli stjórnvalda og skilanefndarinnar, sem undirritaðir voru 3. september sl. kveða á um að í síðasta lagi 31. október 2009 liggi fyrir ákvörðun skilanefndarinnar um hvort Kaupþing eignist 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi strax eða hvort Nýja Kaupþing verði áfram að fullu í eigu ríkisins, en Kaupþing ætti möguleika á að eignast allt að 90% hlutafjár í bankanum á síðari stigum.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu og skilanefnd Kaupþings segir, að það sé mat samningsaðila að aukinn tíma þuirfi til kostgæfniathugunar áður en skilanefndin tekur afstöðu í málinu. Meðal annars liggi  ekki fyrir endanlegar fjárhagsupplýsingar fyrir árið 2008, né fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þær upplýsingar hyggst Nýja Kaupþing afhenda innan tíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka