Skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir hækkun lánshæfiseinkunnar

Matsfyrirtækið Moody's segir að heildarskuldir íslenska ríkisins muni nema 150% af landsframleiðslu á næsta ári og að skuldir ríkisins umfram eignir muni nema andvirði landsframleiðslunnar.

Fram kemur í skýrslu matsfyrirtækisins um lánshæfismat Íslands að slík skuldabyrði muni þrengja verulega að fjármálum ríkisins og draga úr möguleikum þess að lánshæfiseinkunn þess muni skána fyrirsjáanlegri framtíð.

Um 20% af öllum tekjum ríkisins munu fara í að standa straum af hreinum vaxtagreiðslum á næsta ári. Meðaltalið í ríkjum sem eru með sama lánshæfismat og íslenska ríkið hjá Moody's er 9%. Gert er ráð fyrir að hlutfall íslenska ríkisins muni falla niður í 15% árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK