13 alþjóðleg svikamál skoðuð af FME

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins hefur leitt í ljós að í þrettán tilvikum hið minnsta hafa lög verið brotin í bankaviðskiptum milli landa og verða þessi mál sótt af saksóknurum í ríkum fyrir utan Ísland, að sögn Gunnars Andersen, forstjóra FME, í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag.

„Yfir helmingur meintra brota sem var framin voru í tengslum við íslensku bankana  hafa alþjóðleg tengsl," segir Gunnar í samtali við Bloomberg.

Í grein Bloomberg er fjallað um rannsókn Fjármálaeftirlitsins, embættis sérstaks saksóknara og rannsóknarnefndar Alþingis, á því hvað olli hruninu á Íslandi fyrir rúmu ári síðan. 

Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari segir í samtali við Bloomberg að embættið hafi yfirheyrt og rætt við á milli 100 og 200 manns í tengslum við rannsóknina. Sumir þeirra séu grunaðir, aðrir vitni eða fólk sem jafnvel hafði vitneskju um það sem gerðist á bak við tjöldin. Hann segir að ef einhverjir verði fundnir sekir þá eigi þeir yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi fyrir glæpi sína.

Alls hefur FME rannasakað 38 mál og hafa 27 þeirra þegar verið sent til embættis sérstaks saksóknara. „Þau verða mun fleiri en hingað til höfum við einbeitt okkur að rannsókn á bönkunum þremur og verðbréfasjóðum," segir Gunnar og bætir við að rannsóknin muni standa yfir allt næsta ár hið minnsta.

Sjá frétt Bloomberg í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK