Engin áhrif á almenna starfsemi Byrs

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Húsleit embættis sérstaks saksóknara hjá sparisjóðonum Byr í dag, hefur engin áhrif á almenna starfsemi eða viðskiptavini Byrs sparisjóðs. Ennfremur hefur stjórn sjóðsins farið þess á leit við starfsfólk að það sýni embætti sérstaks saksóknara fullan samstarfsvilja og veiti því allar þær upplýsingar sem embættið kann að óska eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórninni.

Segir þar að léttir sé fyrir starfsfólk og stjórn að málið sé í farvegi og að það fólk vonist til að óvissu um málefni Exeter Holding ljúki sem fyrst.

Gerð var húsleit á vegum embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Byrs í Borgartúni. Tilefni húsleitarinnar var skoðun embættisins á málefnum Exeter Holdings, einkahlutafélags sem keypti stofnbréf í Byr með láni frá sparisjóðnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka