Rætt um sameiginlegt tilboð

Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni …
Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda fyrirtækisins mbl.is/G.Rúnar

Sænka eignastýringafyrirtækið EQT hefur áhuga á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með Actavis. Þetta kemur fram á vef Bloomberg en eins og greint hefur verið frá á mbl.is er EQT eina fjárfestingafélagið sem eftir er sem mögulegur tilboðsgjafi í Ratiopharm. Actavis er þar einnig á meðal. Fyrstu umferð tilboðsferilsins er lokið en þá var óskað eftir óbindandi tilboðum í félagið.

Bloomberg hefur eftir þremur heimildum sem tengjast málinu að þetta sé eini möguleiki þessara fyrirtækja til að hafa betur í baráttunni við stór lyfjafyrirtæki eins og Pfizer Inc.

Eigandi Ratiopharm er Merckle fjölskyldan þýska og á að selja Ratiopharm til að grynnka á skuldum eignarhaldsfélags fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn, Adolf Merckle, framdi sjálfsmorð í janúar eftir að hafa tapað mjög á hruni hlutabréfa.

Heimildir Bloomberg herma að auk Actavis og EQT séu lyfjafyrirtæki eins og Sanofi-Aventis, Teva Pharmaceutical Industries og Sinopharm Group meðal bjóðenda. Eiga öll félögin sem enn eru í pottinum að hafa boðið yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala, 311 milljarða króna, í þýska fyrirtækið.

Segir í frétt Bloomberg að hætt hafi verið við sölu á Actavis í apríl þar sem enginn kaupandi hafi fundist. Ekki liggi fyrir hvort Actavis vilji bjóða með EQT eða ætli að standa eitt að tilboðinu.

Tveir fyrrum stjórnendur Ratiopharm taka þátt í tilboði EQT, Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri Ratiopharm og Peter Prock, fyrrum fjármálastjóri. Þeir voru reknir frá félaginu fyrir fjórum árum eftir deilur við eiganda þess Adolf Merckle.

Albrecht leiðir tilboð EQT, en félagið er í eigu sænsku Wallenberg-fjölskyldunnar. Telur Bloomberg að Actavis myndi styrkja EQT í að komast inn á þýska samheitalyfjamarkaðinn sem er talinn velta um 11,7 milljörðum evra á ári.

Sjá nánar á vef Bloomberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK