Langmest verðbólga á Íslandi

Verðbólgan er langmest á Íslandi í ríkjum Evrópu
Verðbólgan er langmest á Íslandi í ríkjum Evrópu Reuters

Samræmd verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er hvergi í ríkjum Evrópusambandsins og ríkjum evrópska efnahagssvæðisins jafn mikil og á Íslandi. Í nóvember mældist vísitalan 12,4% á Íslandi en var 13,8% í október. Næst mest er verðbólgan, samkvæmt samræmdi mælingu, í Ungverjalandi eða 5,2%. Verðhjöðnun er hins vegar í sex ríkum sem tekin eru með í mælingunni. Verðhjöðnunin er mest á Írlandi eða 2,8%.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að samræmda vísitalan er að mestu leyti undirvísitala þeirrar íslensku þó munur sé á umfangi þeirra. Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Útgjöld erlendra ferðamanna og útgjöld þeirra sem búa á stofnunum eru með í vog samræmdu vísitölunnar en ekki í íslensku neysluverðsvísitölunni.

Evrópski Seðlabankinn notar samræmdu vísitöluna við mat sitt á verðlagshorfum í Evrópu. Notuð við greiningu á verðsamleitni innan evrusvæðisins. Notuð á Íslandi við samanburð á verðbólgu milli landa.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK