Mælir með kaupum á bréfum Össurar

Höfuðstöðvar Össurar.
Höfuðstöðvar Össurar.

Norræni bankinn SEB Enskilda mælir með kaupum á hlutabréfum Össurar, en bréfin voru fyrr á þessu ári skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Fram kemur á vefnum euroinvestor, að Enskilda mæli með kaupunum á þeim forsendum, að Össur sé að kynna nýjar vörur og breytingar á skipulagi starfseminnar í Bandaríkjunum. 

Gengi bréfa Össurar er nú skráð 6,10 danskar krónur í Kaupmannahöfn og hefur hækkað um 7% í dag. Enskilda segir að gengið gæti hækkað í 8,20 eða um 40%.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK