Hærri virðisaukaskattur Breta

Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum.
Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum. Reuters

Hækkun á virðisaukaskatti Í Bretlandi er sögð munu hægja á efnahagsbata þar í landi. Afleiðingin verði samdráttur í neyslu og verðlagshækkanir.

Þetta kemur fram í rannsókn Centre for Economics and Business Research (CEBR) sem Telegraph greinir frá í dag.

Virðisaukaskattur verður hækkaður um tvö prósentustig í Bretlandi og verður þannig 17,5%. Hækkunin mun taka gildi 1.janúar næstkomandi.

Í rannsókninni er því spáð að verðbólga muni fara vel yfir markmið Englandsbanka, sem hljóðar upp á 2%. Jafnframt muni einkaneysla dragast saman um 0,7%, sem muni seinka efnahagsbata sem sé þó í augnsýn. Að sama skapi muni breskir finna fyrir snerti af verðbólgukreppu, sem er ástand sem lýsir sér í engum hagvexti og hækkandi verðlagi.

Samkvæmt sérfræðingum CEBR mun skattahækkunin ýmist hafa áhrif á verðlagningu fyrirtækja með tilheyrandi áhrifum á verðlag. Annars vegar munu einhver fyrirtæki ekki kjósa að velta skattahækkun út í verðlag, sem þýðir minni arðsemi fyrirtækja. Að öllu samanteknu mun sá ávinningur sem stjórnvöld sjá í skattahækkuninni þurrkast út vegna minnkandi eftirspurnar og minni arðsemi fyrirtækja.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK