Stjórnendur telja aðstæður slæmar

Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar - enginn telur þær góðar. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins, sa.is.

Í frétt á vefnum segir að þetta sé meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í desember 2009.

„Enn mun syrta í álinn að mati 43% stjórnenda sem telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða enn verri eftir sex mánuði, 39% telja að aðstæður verði óbreyttar en aðeins 18% telja að það horfi til betri vegar. Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 37% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum, 49% hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda en 14% ætla að bæta við sig starfsfólki.

Ef miðað er við síðustu könnun sem gerð var síðastliðið haust þá mátu 95% aðstæður í efnahagslífinu afleitar en nú ber svo við að það dregur úr bjartsýni á að aðstæður þróist til betri vegar á næstu mánuðum og fleiri en áður telja að aðstæður verði verri. Vísitala efnahagslífsins er nú botnfrosin í gildinu 0 líkt og hún hefur verið nær allt síðastliðið ár,“ segir enn fremur í fréttinni.

Fréttin á vef SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK