Skuldatryggingaálag hækkar

Skuldatryggingarálag á skuldabréfum ríkissjóðs Íslands hækkaði um 36 punkta í gær og er nú 546 punktar.

Greining Íslandsbanka segir, að líklega megi rekja hækkunina til yfirlýsingum frá framkvæmdastjóra AGS og forsætisráðherra Svíðþjóðar í gær sem benda til þess að aðgerðaáætlun stjórnvalda og sjóðsins kunni að tefjast á meðan óvissa er uppi um hvaða stefnu Icesave-málið muni taka. 

Við hækkunina í gær fór skuldatryggingarálag Íslands yfir álag Lettlands. Fjögur lönd eru fyrir ofan Ísland á lista gagnaveitunnar CMA yfir skuldatryggingaálag þjóðríkja. Argentína trónir á toppnum en á eftir koma Venezuela, Úkraína og Pakistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK