Sýnir eigum Baugs áhuga

Meðal þess sem Baugur hefur rekið í Bretlandi eru leikfangaverslanir …
Meðal þess sem Baugur hefur rekið í Bretlandi eru leikfangaverslanir Hamley's. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Breski fjárfestirinn Hugh Osmond er í þarlendum fjölmiðlum í dag sagður hafa áhuga á eignum Baugs og fleiri fyrirtækja í Bretlandi sem eru illa stödd. Í Observer segir að hann sé reiðubúinn að fara í fjárfestingar upp á fimm milljarða punda, með þátttöku fleiri fjárfesta.

 Hugh Osmond þessi varð fjáður snemma á síðasta áratug eftir velheppnuð kaup á skyndibitakeðjunni Pizza Express. Hefur hann í hyggju að stofna nýtt félag sem skráð verður á hlutabréfamarkaði í London. Markmiðið er að kaupa skuldsett eða gjaldþrota fyrirtæki. Auk Baugs eru nefnd líkamsræktarstöðvar undir merkjum Esporta og fyrirtækið Gala, sem stendur fyrir veðmálum og getraunum. Fyrirtæki sem bankarnir hafa tekið yfir, eru mjög skuldsett en með traust tekjuflæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK