Útflutningur ljós í myrkrinu

Fiskur er mikilvæg útflutningsvara.
Fiskur er mikilvæg útflutningsvara. Rax / Ragnar Axelsson

Nordea hefur sent frá sér nýja skýrslu um þróun og horfur í efnahagsmálum. Stuttlega er komið inn á íslensk efnahagsmál í skýrslunni, en þar segir að útflutningur sé ljós í efnahagslegu rökkri landsmanna. Lágt gengi krónunnar hafi verulega stutt við útflutningsfyrirtæki. Verð aðalútflutningsvara, sjávarafurða og áls, sé hækkandi.

Fjárfesting hefur dregist verulega saman á Íslandi sökum almennrar svartsýni og draghalts bankakerfis.  Erlendri fjárfestingu sé einnig haldið fjarri með gjaldeyrishöftum. Nordea ráðgerir þannig að vöxtur eftirspurnar í hagkerfinu muni minnka um 20%.

Sérfræðingar Nordea telja að bankakerfið sé nú nánast komið algerlega á legg. Hins vegar hafi óvissa aukist við synjun forsetans á Icesave-lögum. Slíkt geti stefnt samstarfinu við AGS í hættu, en lánafyrirgreiðsla sjóðsins er að mati sérfræðinga Nordea meginforsenda endurreisnar á Íslandi.

Í greiningu bankans segir að enn sé talsvert ójafnvægi á hinni stóru hnattrænu, mynd efnahagsmála. Kína sé þannig með hátt sparnaðarhlutfall og mikinn viðskiptaafgang. Þannig sé landið að éta upp hlutdeild Evrópusambandslanda og Bandaríkjanna á alþjóðlegum mörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK