Hluti stofnfjárframlags til Sjóvár var veð í sundlaug

Sundlaugin á Álftanesi.
Sundlaugin á Álftanesi. Heiðar Kristjánsson

Skuldabréf tryggt með veði í umdeildri sundlaug á Álftanesi er hluti eignasafns sem íslenska ríkið lagði Sjóvá til, svo rekstur félagsins gæti haldið áfram.

Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti stofnhlutafjár SA Trygginga hf., sem voru stofnaðar á rústum gömlu Sjóvár sem varð gjaldþrota á síðasta ári.

Skuldabréfið er að fjárhæð tæplega 865 milljónir króna og er útgefið af Eignarhaldsfélaginu Fasteign sem leigir sveitarfélaginu Álftanesi sundlaugina fyrir hundruð milljóna á ári.

Meðal annarra eigna sem voru lagðar inn í Sjóvá var 6,2 milljarða skuldabréf á Askar Capital sem hefur þegar gengið í gegnum nauðasamninga.

Sjá nánari umfjöllun og frekari upplýsingar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK