Obama hefur áhrif á hlutabréfaverð í bönkum

Frá kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Frá kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Reuters

Hlutabréf í bönkum hafa lækkað í verði víða um heim í kjölfar ákvörðurnar Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um að takamarka mjög starfsemi stærstu bankastofnanna í Bandaríkjunum.

Í Bretlandi lækkaði verð á hlutabréfum í Barclays um 4% og í Royal Bank of Scotland um 2,9%. Í Þýskalandi lækkaði verð á bréfum í Deutche Bank um 4,3% og í Frakklandi nam lækkunin í Societe General um 6%.

Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði almennt þegar markaðir opnuðu þar í dag. Annan daginn í röð lækkaði verð á bréfum í Bank of America og American Express.

Obama segist vera reiðubúinn að takast á við bankana. Hann hyggst draga úr stærð þeirra og áhættusækni.

„Aldrei aftur munu bankar, sem eru of stórir til þess að falla, halda bandarískum skattgreiðendum í gíslingu,“ segir Obama.

Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði í dag. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjár vikur, eða frá því Dow Jones hlutabréfavísitalan féll mikið. Dow Jones hafði þá ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því í október sl.


Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist vera reiðubúinn að taka slaginn …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist vera reiðubúinn að taka slaginn við bankana. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK