Skuldir ógna efnahag Danmerkur

Danskir hagfræðingar segja, að grípi þarlend stjórnvöld ekki til ráðstafana til að auka atvinnu í landinu sé hætta á að opinberar skuldir vaxi svo mikið að ástandið verði svipað og í Grikklandi.

Svonefnt AE-ráð, stofnun sem tengist danska alþýðusambandinu, hefur reiknað út, að opinberar skuldir Danmerkur gætu numið 2000 milljörðum danskra króna árið 2050 verði ekki gripið til víðtækra umbóta í opinbera kerfinu sem leiða til þess að atvinna eykst.  Það svarar til 120% af vergri landsframleiðslu.

Berlingske Tidende hefur eftir  Martin Madsen, aðalhagfræðingi AE-ráðsins, að hætta sé á, að Danir þurfi að glíma við sömu skuldavandamál og Ísland, Dubai og lönd í Suður-Evrópu fást nú við.

„Skuldirnar gætu orðið ennþá meiri ef atvinnuleysið grefur um sig og verður mikið," segir hann og bætir við að danska ríkisstjórnin fylgi óábyrgri efnahagsstefnu með skuldasöfnun.  

Blaðið segir, að reiknað sé með því að fjárlagahalli í Danmörku verði 100 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 2400 milljarða íslenskra króna. Það sé mesti fjárlagahalli sem verið hafi frá því í upphafi áttunda áratugarins á síðustu öld og langt umfram þau 3% af landsframleiðslu, sem Evrópusambandið miðar við.

Grein Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK