Verðbólgan mælist 7,3%

Útsölulok höfðu áhrif til hækkunar
Útsölulok höfðu áhrif til hækkunar mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,15% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,33% frá janúar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verðbólgu á ári (8,2% fyrir vísitöluna án húsnæðis), samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 3,9%

Er þetta meiri verðbólga heldur en greiningardeildir höfðu spáð en spár voru almennt á bilinu 0,7-0,8%.

Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á húsgögnum, heimilistækjum o.fl. um 4,8% (0,37%). Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,9% (vísitöluáhrif 0,22%).


Hér er hægt að skoða þróun vísitölunnar og verðbreytingar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK