Bílaleiga Flugleiða seld


Allt hlutafé Bílaleigu Flugleiða ehf. hefur verið selt til félags í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurðar Berndsen. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist söluna.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þekkja kaupendurnir vel til reksturs bílaleigu en þrír þeirra síðasttöldu áttu og ráku ALP bílaleigu á árunum 2000-2004. Sigfús R. Sigfússon var um árabil eigandi og forstjóri bifreiðaumboðsins Heklu hf.

Nýr eigandi tók formlega við rekstri félagsins 1. mars og hyggst reka það áfram með óbreyttu sniði. Hann hefur verið samþykktur af Hertz International og hefur einn leyfi til að nota og markaðssetja vörumerkið Hertz á Íslandi.

Þrettán hópar fjárfesta sýndu fyrirtækinu áhuga eftir að það var auglýst til sölu í janúar. Var 9 þeirra boðin áframhaldandi þátttaka og 4 hópum að lokum boðið að gera bindandi tilboð. Kaupverð er trúnaðarmál.

Bílaleiga Flugleiða ehf. (Hertz á Íslandi) er ein af stærstu bílaleigum landsins. Fyrirtækið rekur 9 starfsstöðvar um allt land og ræður yfir 1000 bifreiðum yfir háannatímann. Í dag starfa 45 manns hjá félaginu en yfir sumarið er starfsmannafjöldi á bilinu 70-80 manns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka