Strætó rekinn með hagnaði

Beðið eftir strætó.
Beðið eftir strætó. mbl.is/hag

Hagnaður Strætó bs. nam  296 milljónum króna eftir fjármagnsliði á síðasta ári, en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Eigið fé er neikvætt um 150 milljónir króna en var neikvætt um 638 milljónir í lok árs 2008.

Þetta kom fram á síðasta stjórnarfundi en þá var ársreikningur byggðasamlagsins fyrir árið 2009 tekinn fyrir og samþykktur. 

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir í fréttatilkynningu að algjör viðsnúningur hafi orðið í rekstri og eiginfjárstöðu byggðasamlagsins á liðnu ári. „Nú er mikilvægt að sveitarfélögin standi vörð um þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í rekstri samlagsins að undanförnu og að stefnt verði að því að staða eigin fjár verði orðin viðunandi á allra næstu misserum,“ segir Reynir.

Hann segir að þessi góða afkoma síðasta árs geri að verkum að hægt sé að halda uppi óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir aukinn kostnað sem m.a. skýrast af áframhaldandi mikilli verðbólgu, veiku gengi krónunnar og erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna sem munu ekki þurfa að auka framlög sín til byggðasamlagsins. „Áætlanir ársins 2010 eru byggðar upp með þetta í huga – og þannig má segja að góð afkoma ársins 2009 fjármagni að hluta rekstur ársins 2010. Þegar áföllin verða höfum við örlítið svigrúm til að bregðast við,“ segir Reynir enn fremur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK