Fullar heimtur hjá Heritable Bank

hag / Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir í að endurheimtur í þrotabúi Heritable Bank verði um 120%. Morgunblaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að eigið fé þrotabúsins væri um 60 milljarðar króna.

Nú eru línur farnar að skýrast enn frekar. Heritable Bank er sagður hafa verið ein traustasta eign Landsbankans á erlendri grundu, sem skýrir góðar heimtur úr þrotabúinu. Því má færa rök fyrir því að bresk stjórnvöld hefðu alls ekki átt að taka bankann yfir fyrirvaralaust 8. október 2008, enda rekstur bankans traustur, eins og endurheimtuhlutfallið sýnir. Þegar bresk fjármálayfirvöld tóku bankann yfir, voru öll innlán bankans færð til ING, líkt og gert var við Edge-innstæðurnar hjá Kaupþingi. Breski innstæðutryggingasjóðurinn fjármagnaði þann gjörning, og á nú kröfu á Heritable. Skilanefnd Landsbankans á jafnframt tæplega 300 milljarða kröfu á Heritable, sem skilanefndin telur sér þó ekki til eigna í dag, enda ekki öll deilumál útkljáð. Heimildir Morgunblaðsins herma að jafnframt stefni í góðar endurheimtur útibús Landsbankans á Mön, eða um 90%. Endurheimtur starfsemi í London eru áætlaðar 70%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK