Telja fjármagnstekjuskatt draga úr fjárfestingum

Tómas Már Sigurðsson, er formaður Viðskiptaráðs Íslands
Tómas Már Sigurðsson, er formaður Viðskiptaráðs Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hækkun fjármagnstekjuskatts dregur úr hvata til fjárfestingar sem er forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þetta er skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Auka þarf fjárfestingu sem getur aðeins átt sér stað með tvennum hætti. Annars vegar má nýta innlendan sparnað til fjárfestinga og hins vegar má leita eftir erlendri fjárfestingu.

Allt frá hruni bankakerfisins hefur legið fyrir að mikil uppstokkun væri framundan í ríkisfjármálum. Til að brúa þá gjá sem myndast hefur í rekstri hins opinbera þurfa stjórnvöld að auka skatttekjur og skera niður útgjöld. Hvorug þessara aðgerða er vinsæl enda fela báðar í sér rýrnun lífsgæða fyrir einhverja hópa samfélagsins. Í aðgerðum til úrlausnar verða stjórnvöld að sýna kjark og framsýni til að tryggja að þær aðgerðir sem ráðist er í skerði ekki möguleika til vaxtar hagkerfisins til frambúðar, segir ennfremur í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs.

Skoðun Viðskiptaráðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK