William Fall til Royal Bank of Scotland

William Fall.
William Fall.

Breski bankinn Royal Bank of Scotland hefur ráðið William Fall, fyrrum forstjóra Straums-Burðarás, sem yfirmann fjármálastofnana bankans. Mun Fall bera ábyrgð á tengslum bankans og viðskiptavina fjármálastofnananna.

Fjármálastofnanadeildinni innan RBS er ætlað að auka tekjur af skuldabréfum og ráðgjafarþjónustu, en yfirmaður Falls verður Marco Mazzuchelli, næstæðsti stjórnandi alþjóða banka- og markaðasviðs RBS.

Fall starfaði hjá Straumi frá miðju ári 2007 til mars 2009 þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann og skipaði honum skilanefnd.   

Fall  er menntaður sem dýraskurðlæknir og starfaði um tíma sem slíkur en hóf síðan störf í fjármálaheiminum og var m.a.  forstjóri alþjóðasviðs Bank of America áður en hann gekk til liðs við Straum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK