Evran ekki lægri í tíu mánuði

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Evran fór niður fyrir 1,34 dali í morgun og hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í rúma tíu mánuði.  Skýrist lækkun evrunnar í dag af mögulegri aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að björgun Grikklands og að Fitch lækkaði lánshæfismat Portúgals.

Evran fór lægst í 1,3345 dali í morgun sem er lægsta gildi evrunnar frá 8. maí í fyrra.

AFP fréttastofan hefur eftir háttsettum Þjóðverja í stjórnkerfi landsins að engin ákvörðun hafi  verið tekin um hvort haldin verði ráðstefna leiðtoga evru-ríkjanna í vikunni þar sem farið verði yfir fjárhagsvanda gríska ríkisins.

Í gær tilkynnti Angela Merkel kanslari Þýskalands að hjálp til handa Grikkjum yrði ekki skilyrðislaus en hún vill að  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi aðkomu að björgunarleiðangrinum og að kröfur til Evrulanda almennt verði hertar, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst á morgun og miklar væntingar eru bundnar við að þar verði kynntar tillögur  Evrópusambandsins um hvernig eigi að leysa  skuldavandræði Grikkja.

„Ljóst er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíður á hliðarlínunni en í ljósi þessara orða Þýskalandskanslara eru vaxandi líkur á því að AGS verði með einum eða öðrum hætti viðloðandi Grikkland á næstu misserum.

Ljóst er að málið þolir enga bið en Grikkland þarf á næstu tveimur mánuðum að verða sér út um endurfjármögnun sem nemur  tæplega 50 ma.evra. Þetta verður Grikklandi dýrt en skuldatryggingaálag Grikklands stendur nú í 321 punktum og ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára er  323 punktum hærri en krafa á þýsk ríkisskuldabréf.

Grikkland gaf úr 5. ma evra í byrjun mánaðar en útgáfan þótti ganga vel og mikill umframeftirspurn  var eftir henni. Engu að síður hefur ekki verið tilkynnt um frekari útgáfu en Grikkland á enn eftir að verða sér út um 48 ma. evra á næstu mánuðum," segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK