Atvinnulausir sérfræðingar í svefnrannsóknum tóku til sinna ráða

Sveinbjörn Höskuldsson forstjóri Nox Medical.
Sveinbjörn Höskuldsson forstjóri Nox Medical. Árni Sæberg

Svefntruflanir fullorðinna hafa verið rannsakaðar en síður sambærilegar truflanir á svefni barna. Slíkar rannsóknir geta skipt sköpum fyrir þroska barna enda hafa svefntruflanir veruleg og varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra.

Íslenska fyrirtækið Nox Medical hefur að undanförnu náð góðum árangri við að skapa búnað fyrir slíkar rannsóknir. Nox Medical hlaut á dögunum Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs.

Fyrirtækið varð til sumarið 2006 þegar Flaga, sem m.a. hafði náð athyglisverðum árangi í sölu á búnaði til svefnrannsókna, flutti af landi brott. Þá stóðu eftir nokkrir atvinnulausir íslenskir verkfræðingar – með sérþekkingu á svefnrannsóknarbúnaði. Meðal þeirra var Sveinbjörn Höskuldsson, núverandi framkvæmdastjóri Nox Medical. Hann hafði verið framkvæmdastjóri tækjaþróunarsviðs Flögu.

Sjá ítarlega umfjöllun um Nox Medical í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK