75% einstaklingalána í skilum

Um 77% allra einstaklinga sem eru í viðskiptum við NBI …
Um 77% allra einstaklinga sem eru í viðskiptum við NBI eru í skilum með sín lán. Sverrir Vilhelmsson

75% allra lána NBI til einstaklinga eru í skilum, samkvæmt ársreikningi bankans sem birtur var fyrr í dag. Þar af eru 36% lánanna eru í skilum án þess að hafa notið einhverra úrræða sem bankinn býður upp á, en um 77% viðskiptavina bankans eru á bakvið þau 36%.

Með öðrum orðum eru hafa tæplega 80% allra einstaklinga sem eru í viðskiptum við bankann ekki nýtt sér þau úrræði sem bankinn býður upp á, en lán þeirra eru í fullum skilum. 

Samkvæmt ársreikningnum hefur 39% lána fengið einhvers konar endurskipulagningu. Um það bil 15% viðskiptavina bankans eru á bakvið þau lán.

Um 8% einstaklinga sem eru í viðskiptum við bankann eru í vanskilum, og í ársreikningnum kemur fram að ólíklegt sé að þau lán verði greidd að fullu. Sömu 8% eru hinsvegar á bak við um 25% allrar lánabókar bankans er snertir einstaklinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK