Capacent segist standa við verðmöt

Capacent hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Vilhjálms Bjarnasonar, lektors, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og segist standa við öll verðmöt sem félagið hafi unnið.

Vilhjálmur tjáði sig meðal annars um verðmat sem lá að baki lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 en  slitastjórn Glitnis hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur ráðandi hluthöfum og fyrrum stjórnendum Glitnis vegna þess láns.

Vilhjálmur sagði meðal annars, að Capacent hefði áður lagt fram mat, sem væri út í bláinn og þessi möt sem menn væru að reiða sig á séu meira og minna tilbúin.

„Capacent hefur unnið fjöldann allan af verðmötum á undanförnum árum, bæði fyrir einkaaðila og opinbera aðila. Félagið hefur fylgt viðurkenndu verklagi og notað viðurkenndar aðferðir við öll verðmöt. Félagið hefur notið trausts viðskiptavina sökum þess að Capacent er þekkt fyrir fagleg vinnubrögð, er óháð, hefur engra hagsmuna að gæta og er ekki þátttakandi í fjárfestingum. Capacent stendur fyllilega við öll verðmöt sem félagið hefur unnið, en getur ekki sökum trúnaðar tjáð sig um einstök verkefni," segir í yfirlýsingu Capacent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK