Afkoma banka fer batnandi

mbl.is/GSH

Hagnaður af rekstri danska bankans Sydbank nam 226 milljónum danskra króna, jafnvirði 5,2 milljarða danskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Er þetta betri afkoma en sérfræðingar höfðu spáð þótt afskriftir útlána hafi verið lítillega yfir áætlun.

Carsten Andersen, forstjóri Sydbank, segir í tilkynningu að stjórn bankans sé ánægð með niðurstöðuna og hagnaðurinn hafi aukist um 60 milljónir danskra króna frá sama tímabili í fyrra.  

Gengi bréfa bankans hækkaði í kjölfar tilkynningarinnar en lækkaði síðan á ný. Hlutabréf Sydbank hafa hækkað um 62% á síðasta ári, að því er kemur fram á fréttavef Børsen. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK