Eign Kjalars í HB Granda háð niðurstöðu dómstóla

Úr fiskiðju Granda í Örfirisey.
Úr fiskiðju Granda í Örfirisey. mbl.is/Árni Sæberg

Eign fjárfestingafélagsins Kjalars í útgerðarfyrirtækinu HB Granda er háð niðurstöðu dómstóla í málaferlum félagsins gegn Arionbanka vegna gjaldeyrisskiptasamninga sem félagið gerði við gamla bankann.

Þetta segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, í samtali við Morgunblaðið. „Ef Kjalar vinnur málið heldur félagið hlutnum í HB Granda, en ef málið tapast tekur Arionbanki hlutinn,“ segir hann.

Kjalar á 33,3% hlut í HB Granda, en félagið keypti hlutinn af Kaupþingi í mars 2007 á ríflega sjö milljarða króna. Félagið fjármagnaði kaupin í erlendri mynt. „Við vörðum okkur þó að fullu vegna gengisbreytinga á íslensku krónunni,“ segir Hjörleifur.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK