Ný stjórn kjörin í Exista

Lýður Guðmundsson og  Ágúst Guðmundsson eru hættir í stjórn Exista og dótturfélögum þess þeir. Jafnframt hafa forstjórar félagsins, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, látið af störfum hjá félaginu auk þess sem þeir hafa sagt sig úr stjórnum dótturfélaga Exista.

Ný stjórn Exista var kjörin á framhaldshluthafafundi  í dag. Stjórnina skipa  H. Ágúst Jóhannesson, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, Magnús Magnússon, Sesselja Árnadóttir og Þórarinn V. Þórarinsson. Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Magnús Magnússon skipaður formaður.

Fram kemur í tilkynningu, að Exista hafi átt í viðræðum við kröfuhafa sína undanfarna mánuði og séu þessar breytingar liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK