Nýr bankastjóri um miðjan maí

Frá aðalfundi Landsbankans í dag.
Frá aðalfundi Landsbankans í dag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Gunnar Helgi Hálfdanarson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag  að reikna mætti með því að nýr bankastjóri yrði ráðinn um miðjan maí.

Gunnar Helgi sagði á fundinum um ráðningu bankastjórans að sennilega muni sagan dæma frammistöðu bankráðsins af því einu hvernig til tekst við ráðninguna.

„Sjaldan ef nokkurn tíma hefur verið mikilvægara að vanda til verka hér," sagði hann.  Ég nefndi áðan að bankaráðið er eingöngu skipað á faglegum forsendum og við munum starfa í þeim anda. Við munum t.d.setja nýjum bankastjóra erindisbréf með metnaðarfullum markmiðum varðandi ímynd, þjónustustig og uppbyggingu bankans í bráð og lengd. Við ætlum okkur að hafa skoðanir en um leið að veita nýjum bankastjóra öflugan stuðning," sagði Gunnar Helgi.

Ásmundur Stefánsson, fráfarandi bankastjóri, mun sitja út maí en þá láta af störfum. Ásmundur hafði áður lýst því að hann sæktist ekki eftir áframhaldandi ráðningu.

Starf bankastjóra var auglýst laus til umsóknar fyrir skemmstu og rann umsóknarfrestur út 18. apríl.

Nýr bankastjóri verður þriðji bankastjóri Landsbankans frá því hann var stofnaður. Elín Sigfúsdóttir tók við starfinu í október 2008, en í febrúar 2009 tók Ásmundur við.

Breytingar í bankaráði

Friðrik Pálsson og Haukur Halldórsson ganga úr bankaráðinu en í stað þeirra taka sæti Þórdís Ingadóttir og Lárentsínus Kristjánsson sem fulltrúi skilanefndar Landsbanka Íslands hf. Aðrir eru Gunnar Helgi Hálfdanarson, formaður, Sigríður Hrólfsdóttir og Guðríður Ólafsdóttir. Sigríður var kjörinn varaformaður á fyrsta fundi ráðsins.

Varamenn eru þá þau Andri Geir Arinbjarnarson, sem er fyrsti varamaður og situr alla fundi bankaráðs, Guðrún Ragnarsdóttir, Loftur Árnason, Jón Sigurðsson og Einar Jónsson sem er varamaður Lárentsínusar Kristjánssonar.

Aðalfundurinn samþykkti breytingar á samþykktum bankans þar sem meðal annars er fjallað um þóknun fyrir setu í bankaráði. Enn fremur var samþykkt starfskjarastefna sem fyrir fundinum lá en í henni er kveðið á um hvernig fara skuli með ákvörðun um laun bankastjóra og annarra helstu stjórnenda bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK