Uppnám á fjármálamörkuðum

Frá kauphöllinni í Frankfurt í dag
Frá kauphöllinni í Frankfurt í dag Reuters

Mikill órói hefur ríkt á evrópskum fjármálamörkuðum í dag þar sem miklar efasemdir eru um hvernig mörg Evrópuríki eiga að ráða við miklar skuldir. Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað umtalsvert í dag og evran hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í meira en eitt ár. Stendur evran nú í 1,3045 dölum.

Virðist sem samkomulag um björgunarpakka til Grikkja hafi ekki aukið traust fjárfesta á evrópskum fjármálamörkuðum.

Í Lundúnum og Frankfurt lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur um 2,6% og í París um 3,6%. Í Aþenu lækkaði hlutabréfavísitalan um 6,7% og mikil lækkun var einnig á Spáni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK