Varpar skugga á viðunandi stöðu

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir skuldastöðu Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpa skugga á vel viðunandi stöðu borgarsjóðs. Skuldir fyrirtækisins hafi fjórfaldast á rúmum þremur árum og eru 241 milljarður króna.

„Svo langt er gengið að fjármálaskrifstofa birtir skýrslu með þungvægum ábendingum sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en harða gagnrýni á afneitun og aðgerðarleysi borgarstjóra og meirihlutans í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. Fjármálastjóri er þó næsti undirmaður borgarstjóra,“ segir Dagur B. í tilkynningu til fjölmiðla.

Dagur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi neitað að horfast í augu við stöðuna eða haft kjark til að greina borgarbúum frá því hvernig eigi að bregðast við. Og það þrátt fyrir að áhættumat vegna Orkuveitunnar hafi legið fyrir frá 27. janúar sl.

Veruleg hækkun gjaldskrár fyrirhuguð

„Minnihlutinn í borgarstjórn hefur lengi varað við fjárhagsstöðu Orkuveitunnar og kallað eftir áhættumati vegna stöðu Orkuveitunnar og tillögum borgarstjóra og meirihlutans til að ráða úr þeim vanda sem birst hefur í árshlutauppgjörum fyrirtækisins sl. ár. Engu er líkara en að það eigi viljandi að draga fram yfir komandi borgarstjórnarkosningar að kynna borgarbúum stöðuna eins og hún er.“

Dagur segir að í skýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með ársreikningnum sé þögnin rofin. Þar komi fram að fyrirhugaðar séu verulegar hækkanir á gjaldskrám Reykvíkinga,sem sé reikningur vegna fjórföldunar á skuldum Orkuveitunnar á kjörtímabilinu.  „Hanna Birna hefur í marga mánuði frestað því að leggja fram svör við spurningum Samfylkingarinnar í borgarráði um það hvað ætla megi að þessar hækkanir þurfi að vera miklar, að hennar mati. Þau svör geta ekki beðið lengur.“

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK