Raungengi krónunnar hækkar

Raungengi íslensku krónunnar hækkaði fimmta mánuðinn í röð í apríl  á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin að þessu sinni nam 0,6% frá fyrri mánuði og hefur raungengið ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári.

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, að  hækkunin stafi af  hækkun á nafngengi krónunnar um 0,6% á milli mars og apríl, en verðlagsþróun hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar var með svipuðum hætti á tímabilinu. 

Íslandsbanki segir, að þrátt fyrir þessa hækkun sé raungengi krónunnar enn afar lágt í sögulegu samhengi en telja megi mjög líklegt að það hafi nú þegar náð lágmarki sínu sem var í ágúst á síðasta ári. Frá því í ágúst hafi raungengið hækkað um tæp 7% en sé þó enn rúmlega fjórðungi frá meðaltali sínu síðastliðin 10-20 árin.

Í nýrri spá Seðlabanka Íslands sem birt var í Peningamálum í gær er gert ráð fyrir að raungengið verði að meðaltali einungis tæpum 4% hærra í ár en í fyrra. Lágt raungengi hefur meðal annars bætt samkeppnisstöðu útflutningsgreina og samkeppnisatvinnugreina en á móti hefur það valdið vanda hjá þeim fyrirtækjum sem eru mjög skuldsett í erlendri mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK