Jóhanna hættir sem framkvæmdastjóri Haga

Jóhanna Waagfjörð
Jóhanna Waagfjörð Larus Karl Ingason

Jóhanna Waagfjörð hefur hætt sem framkvæmdastjóri Haga. Jóhanna sagði starfi sínu lausu um miðjan mars en lét af störfum nú um mánaðamótin. „Þarna hafa mjög miklar breytingar átt sér stað,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið, „og þetta voru breytingar sem ég var ekki fyllilega sátt við,“ bætir hún við.

Sem kunnugt er hefur Arion banki ákveðið að hlutafé í félaginu verði boðið út í sumar. „Ég vildi ekki starfa hjá nýjum eigendum þegar ég væri búin að ákveða að þetta væri nokkuð sem ég vildi ekki gera,“ segir hún. „Mér fannst því rétt að láta staðar numið.“

Jóhanna segist ekki hafa ákveðið hvað hún taki sér nú fyrir hendur, en hún er þjóðhagfræðingur og hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og m.a. MBA-gráðu frá ríkisháskólanum í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK