Rándýr björgunaraðgerð

Höfuðstöðvar Fannie Mae.
Höfuðstöðvar Fannie Mae. Reuters

Kostnaður við að halda íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á lífi gæti kostað bandaríska ríkið allt að 1.000 milljarða dala, að því er segir í frétt Bloomberg fréttastofunnar.

Lánastofnanirnar, sem hafa það hlutverk að kaupa íbúðalán af bönkum, eru nú að stórum hluta í eigu ríkisins og eru með ótakmarkaða lánalínu hjá bandaríska ríkisjóðnum. Endurskoðunarskrifstofa bandaríska þingsins segir líklegt að björgun Fannie og Freddie muni kosta um 390 milljarða dala til ársins 2019, en Hvíta húsið er öllu bjartsýnna og segir að kostnaðurinn gæti orðið aðeins 160 milljarðar dala, ef efnahagur landsins tekur almennilega við sér.

Aðrir sérfræðingar eru hins vegar svartsýnni og telur Barclays Capital að kostnaðurinn gæti orðið fimm hundruð milljarðar dala og Egan-Jones Ratings segir að miðað við svipuð vanskil og hjá öðrum fasteignalánafyrirtækjum gæti kostnaðurinn farið upp í þúsund milljarða dala ef allt fer á versta veg.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK