Krefjast launauppgjörs við Landsbankann

Launakröfur fyrrum starfsmanna Landsbankans á hendur bankanum voru teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Deilan snýst um uppgjör á ráðningar- og kaupréttarsamningum starfsmannanna. 

 Á meðal sóknaraðila er Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans.  

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður sóknaraðila, segir málið vera hefðbundið mál sem komi upp þegar verið sé að slíta fyrirtækjum. Leitast sé eftir því að fá úr því skorið hvort kröfurnar njóti forgangs eða flokkist með almennum kröfum.

Reiknað er með að málin verði flutt fyrir Héraðsdómi í haust. 

Athugasemd sett inn klukkan 16:38: Mál Yngva Arnar Kristinssonar hefur verið fellt niður, og var því að sjálfsögðu ekki tekið fyrir í dag líkt og fram kom á vef Héraðsdóms Reykjavíkur og getið var um í fréttinni fyrr í dag . Er Yngvi Örn beðinn afsökunar á því að hans hafi verið sérstaklega getið í fréttinni. Hefur nafn hans því verið fjarlægt úr fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK