Lífeyrissjóðir rétta úr kútnum

Ávöxtun lífeyrissjóða í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var almennt góð á síðasta ári og margir þeirra náðu að vinna upp það tap, sem þeir urðu fyrir vegna fjármálakreppunnar á árinu 2008. Segir OECD að eignir íslenskra lífeyrissjóða hafi verið 3,5% meiri í lok síðasta árs en þær voru í lok ársins 2007.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD voru eignir lífeyrissjóða í aðildarríkjunum að jafnaði 9% minni í lok síðasta árs en í árslok 2007. Í nokkrum löndum, auk Íslands, höfðu eignirnar þó aukist, svo sem í Póllandi, um 28,3%, Ungverjalandi 23,3%) Nýja-Sjálandi (11,3), Noregi (9,2%) Chile (8,4%) og Austurríki (4%).

Að jafnaði námu eignir lífeyrissjóða í aðildarríkjum OECD 67,1% af árlegri vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall var 78,2% í árslok 2007 en fór niður í 60,3% í lok ársins 2008.  

Hæsta hlutfallið er í Hollandi þar sem eignir lífeyrissjóða eru 129,8% af vergri landsframleiðslu. Næsthæst er hlutfallið á Íslandi, 118,3% en Ástralía er í 3. sæti með 82,3%.

Eignir lífeyrissjóða, metnar í beinhörðum peningum, voru mestar í Bandaríkjunum í lok síðasta árs, 9,6 billjónir dala. Það svarar hins vegar aðeins til 57,5% af vergri landsframleiðslu þar í landi.

Skýrsla OECD um lífeyrissjóði

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK