Hlutabréf Amagerbanka tvöfölduðust í verði

Hlutabréf danska Amagerbankans tvöfölduðust í verði í upphafi viðskipta í dönsku kauphöllinni í morgun. Er það rakið til frétta af nýjum samningum, sem danska ríkið hefur gert við bankann.

Gengi bréfa bankans hækkaði úr 8,50 dönskum krónum í 17 krónur á fyrstu mínútum viðskipta. Á föstudag hækkaði gengi bréfa bankans einnig mikið, eða um 37%. 

Á föstudag tilkynnti Finansgruppen, sem á stóran hlut í bankanum, að til stæði að auka eigin fé Amagerbankans. Þá tilkynnti bankinn seint á föstudag, að samið hefði verið um nýja skilmála við ríkið vegna þess fjár, sem ríkið hefur þegar lagt bankanum til.  Meðal annars getur ríkið ekki lengur krafist þess að skuldinni verði breytt í hlutafé. 

Þetta þykir benda til þess, að það takist að bjarga bankanum frá falli og það takist að selja nýtt hlutabréf, sem bankinn ætlar að gefa út.  

Amagerbankinn tilkynnti í júlí, þegar hann birti milliuppgjör,  að hætta væri á að bankinn verði gjaldþrota þar sem honum hefði ekki tekist að afla 750 milljóna danskra króna tryggingar, sem danska ríkið krafist fyrir 13,5 milljarða danskra króna fjárframlagi.

Á fyrri hluta ársins var tap á rekstri bankans 478,2 milljónir danskra króna en á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn  415 milljónum.  Bankinn afskrifaði m.a. útlán upp á 590 milljónir danskra króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK