Neyddist til að segja sig úr stjórnum

mbl.is/GSH

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í greinargerð, sem hann lagði fyrir breskan dómstól vegna kyrrsetningarmáls slitastjórnar Glitnis, að hann hafi verið beðinn um að segja sig úr stjórnum bresku verslunarkeðjanna Iceland og House of Fraser vegna málsins.

Jón Ásgeir segir, að þegar krafa um kyrrsetningu eigna hans var lögð fram í maí hafi hann verið í stjórn Highland Group Holdings, og dótturfélagins Highland Acquisitions Limited en helsta eign síðarnefnda félagsins er verslunarkeðjan House of Fraser.

Segir Jón Ásgeir, að honum hafi verið tilkynnt, að í það minnsta einum reikningi House of Fraser hjá Lloyds TSB hafi verið lokað vegna kyrrsetningarinnar. Þá hafi hann verið beðinn um að segja sig úr stjórnum félaganna tveggja og honum  gert ljóst, að ella myndu hluthafar víkja honum úr stjórninni.

Jón Ásgeir var einnig stjórnarformaður Iceland Foods þegar þetta var. Landsbankinn, sem er stærsti hluthafi Iceland, bað hann um að segja sig úr stjórn félagsins og hann hafi fengið að vita, að ella myndi Landsbanki krefjast þess að honum yrði vikið úr stjórninni. 

Jón Ásgeir segir, að slitastjórn Glitnis hefði átt að vera ljóst, að kyrrsetningarkrafan myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann.

Greinargerð Jóns Ásgeirs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK