Enn dregur úr dagvöruverslun

Velta dagvöruverslana hefur ekki enn náð sér á strik eftir hrun bankanna þrátt fyrir að töluvert hafi dregið úr verðhækkunum á matvælum að undanförnu. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar á Bifröst minnkaði velta í dagvöruverslun minnkaði um 10,4% að raunvirði á þriggja ára tímabili frá ágúst 2007 til ágúst 2010. Áfengissala dróst mun meira saman.
 
Í ágúst minnkaði sala í öllum tegunum verslunar að raunvirði miðað við sama mánuð í fyrra nema í raftækjaverslun. Þá dróst fataverslun saman í ágúst um 16,2% að raungildi. Fatakaupmenn bendi á að foreldrar virðast velja ódýrari skólaföt á börn sín nú en áður. Þá sé líklegt að skólaföt séu ekki endilega keypt við upphaf skólaársins heldur nýti foreldrar og skólafólk sér útsölur þegar þær standa yfir. Húsgagnaverslun hefur minnkað um 57,5% að raunvirði frá því í ágúst 2007.
 
Rannsóknarstofnunin segir, að ytri skilyrði fyrir verslun ættu þó að fara batnandi með styrkingu krónunnar, lækkandi vöxtum og auknum kaupmætti almennings. Kaupmáttur launa mældist 1,1% meiri í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra og hafi farið vaxandi tvo mánuði í röð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK