Aukin áhersla á afnám hafta veldur usla

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Júlíus

Skuldabréfamarkaðurinn hrapaði í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands í gær. Veltan á markaði var sú mesta síðan í október árið 2008, eða rétt um það leyti sem bankakerfið leið undir lok í þáverandi mynd.

Heildarlækkunin, samkvæmt skuldabréfavísitölu GAM Management, var 5,45%, öllu meiri í verðtryggðum hluta vísitölunnar.

Seðlabankinn lækkaði vexti sína um 0,75 prósentustig, og eru stýrivextir nú 6,25% og hafa lækkað ört. Í tilkynningu Seðlabankans kvað við nokkuð annan tón en við síðustu vaxtaákvörðun, en þá var gefið til kynna að enn væri nokkuð í það að farið yrði af krafti í afnám gjaldeyrishafta og svigrúm til frekari vaxtalækkana væri umtalsvert.

Ýmsir hafa gagnrýnt hagvaxtarspá Seðlabankans og segja að bankinn sé of bjartsýnn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar segir, að viðbrögð markaðarins jafngildi vantrausti á Seðlabankann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK