9,4 milljarða hagnaður Landsbanka

Afkoma NBI hf. (Landsbankans) var jákvæð um 9,4 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins en þar af nam hagnaður annars ársfjórðungs tæpum 1,1 milljarði króna.

Hagnaður bankans á síðasta ári nam 14,3 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá NBI segir, að rekstrarárangur bankans hafi í raun verið enn betri  ef undan sé skilin afkomutengd gjaldfærsla til LBI hf. (gamla Landsbankans). Afkoma eftir skatta hafi þannig verið 15,4 milljarðar eða sem samsvarar 19,6% arðsemi eigin fjár.

Eiginfjárhlutfall Landsbankans var 16,7% sem er vel umfram þá lágmarkskröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir til bankans. 

Í tilkynningunni segir, að aAnnar ársfjórðungur hafi einkennst af bið eftir dómi Hæstaréttar um lögmæti erlendra lána sem síðan féll 16. júní. Landsbankinn hafi með sérstökum varúðarfærslum tekið tillit til niðurstöðu þess dóms og einnig dóms Hæstaréttar um vaxtaviðmið gengistryggðra lána sem féll 16. september. Vegna þessa gjaldfærði bankinn um 8,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi.  Stærstur hluti þeirrar fjárhæðar er vegna virðisrýrnunar lána SP-Fjármögnunar, dótturfélags bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK