Gjaldeyrisstríð í uppsiglingu

Jen og bandaríkjadalir.
Jen og bandaríkjadalir. Reuters

Fjármálastofnunin Institute of International Finance (IIF) spáir því að í uppsiglingu sé kapphlaup þróaðra hagkerfa um að fella gengi gjaldmiðla sinna í því skyni að örva útflutning. Japan, Brasilía, Sviss og Bretland eru dæmi um ríki þar sem stjórnvöld hafa stigið skref til að lækka gengi gjaldmiðla sinna.

Þróunin hefur verið nefnd „kapphlaupið á botninn“ en hvatinn er barátta um hlutdeild í minnkandi útflutningi.

Svokölluð vaxandi hagkerfi hafa verið fljótari að rétta úr kútnum eftir fjármálakreppuna en rótgrónari hagkerfi og má nefna að í Brasilíu, öflugasta hagkerfi Suður-Ameríku, hefur orðið góður viðsnúningur frá upphafi kreppunnar.

Raunar hafa ríki álfunnar notið góðs af stöðugri eftirspurn Kínverja eftir hráefnisvörum en risaríkið í austri hefur einmitt skapraunað Bandaríkjastjórn með því að þrjóskast við að styrkja gengi kínverska júansins.

Þá hafa mörg Afríkuríki gengið í gegnum ágætt hagvaxtarskeið á sama tíma og mörg ríki á Vesturlöndum glíma við skuldavanda, óhagfellda samsetningu í aldursdreifingu og mikinn samdrátt í fjármálastarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK