Olíuverð hækkar en dalur lækkar

Lágt gengi Bandaríkjadals kemur sér illa fyrir japönsk útflutningsfyrirtæki
Lágt gengi Bandaríkjadals kemur sér illa fyrir japönsk útflutningsfyrirtæki Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í dag og er það rakið til lækkunar á gengi Bandaríkjadals en hann hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í fimmtán ár. Er talið að bandarísk stjórnvöld grípi til þess að prenta meira magn af peningaseðlum til að reyna að hleypa lífi í efnahag landsins.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í desember hækkað um 91 sent og er 82,60 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 66 sent og er 83,62 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK