ESB reiðubúið til að aðstoða Íra

Jose Manuel Barroso
Jose Manuel Barroso Reuters

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, segir að ESB sé reiðubúið til að styðja Írland þurfi landið á aðstoð að halda. Í gær hækkaði skuldatryggingarálag á írsk ríkisskuldabréf enn frekar og hefur ekki verið hærra frá stofnum Myntbandalags Evrópu árið 1999.

Segir Barroso mikilvægt að hafa það í huga að ESB geti gripið inn hvenær sem þörf sé á. Þetta kom fram í máli Barroso á fundi með fréttamönnum í Seúl en þar er hann staddur vegna væntanlegs fundar leiðtoga G-20 ríkjanna.

Hann segir að framkvæmdastjórnin fylgist náið með þróun mála á Írland og styðji við bakið á aðgerðum írskra stjórnvalda til þess að berjast við skuldastöðu hins opinbera. Skuldir sem hafa bólgnað út einkum og sér í lagi vegna ríkisstuðnings við banka landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK