Ákvað verð og keypti mest

Svo virðist sem hlutafjárútboð FL Group í desember 2007 hafi öðrum þræði verið framkvæmt til að útvega Baugi Group aukið fé.

Sem kunnugt er renndi Baugur stóru fasteignasafni inn í FL í lok árs 2007, en fram kom í tilkynningum á þeim tíma að Kaupþing hefði verðmetið safnið á 53,8 milljarða króna. Fjármagna átti yfirfærsluna að fullu með útgáfu nýs hlutafjár til Baugs, en samhliða var ákveðið að ráðast í fagfjárfestaútboð. Það var gert til að gefa fleirum kost á að kaupa í FL á sama verði og Baugur, en hlutafjáraukningin var framkvæmd á verðinu 14,7, sem var á þeim tíma um 30% lægra gengi en markaðsgengi FL var skráð í kauphöllinni.

Fram kom í Morgunblaðinu 7. desember að Kaupþing hefði ákveðið gengið í hlutafjáraukningunni. Mikil umframeftirspurn varð í útboðinu, en Kaupþing banki var sjálfur að baki langmestum hluta þeirrar eftirspurnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK